Skilmálar
GEGNUM GLERIÐ
Ármúli 10, 108 Reykjavík
Sími: 553-1531
Netfang: gegnumglerid@gegnumglerid.is
Almenn ákvæði
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru á vefsvæðinu www.gegnumglerid.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Gegnumglerid.is annars vegar og kaupanda vöru hins vegar. Teljast skilmálarnir samþykktir við kaup á vöru.
Uppýsingar og verð
Verð og upplýsingar á vefsvæði Gegnumglerid.is eru með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttar- og myndvillur. Sendingarkostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram.
Pantanir og afgreiðslutími
Afgreiðslutími pantana eru að jafnaði 1- 4 virkir dagar. Sé vara ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd sé þess óskað.
Kaupandi ber ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang og velja réttan afhendingarmáta við pöntun.
Afhendingartími fyrir sendingar er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send beint heim til kaupanda á höfuðborgarsvæðinu með Eimskip, viðkomandi fær tilkynningu áður en sendingin kemur. Ef óskað er eftir því afhendum við samdægurs á höfuðborgarsvæðinu og einnig ef óskað er eftir að sækja í Ármúla 10. Þegar vara er væntanleg getur afhendingartíminn verið frá 1-4 vikur.
Hægt er að sækja pantanir í verslun Gegnum Glerið í Ármúla 10 eftir að staðfesting hefur borist til kaupanda um að varan sé tilbúin til afhendingar. Verslunin er opin frá 11- 18 alla virka daga.
Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram.
Sérpantanir
Við tökum að okkur að sérpanta vörur frá Molteni, Cattelan Italia, Lambert og Gien. Fyrirspurnir varðandi sérpantanir skal senda á gegnumglerid@gegnumglerid.is. Þegar um sérpantanir er að ræða getur afhendingartími verið frá 4-12 vikur. Farið er fram á innborgun þegar vara er pöntuð og afgangurinn greiddur þegar varan er afhent. Sérpöntunum er ekki hægt að skila nema að um annað sé samið.
Skilafrestur, endurgreiðsluréttur og galli
Kaupandi getur skilað vöru innan 14 daga, valið nýja eða fengið hana endurgreidda. Einungis er tekið við vöru sem er í upprunalegu ástandi gegn framvísun nótu. Ef vara er gölluð er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturkalla kaupin. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.
Gjafainnpökkun
Við bjóðum fría gjafainnpökkun bæði í verslun hjá okkur sem og í vefverslun. Þetta á þó einungis við smávörur.